Skáld Hótel stækkar að Pollinum

Skáld hótel Akureyri mun verða fyrsta alþjóðlega hótelið utan höfuðborgarsvæðisins og opnar undir merkjum Curio Collection by Hilton.

Með deiliskipulagsbreytingum og samþykki þeirra íbúa sem þegar höfðu fest kaup á íbúðum á reitnum var ákveðið að hótelið tæki einnig inn í sinn rekstur íbúðirnar að Austurbrú 16. Eru þetta 15 íbúðir sem allar eru staðsettar á einum stigagangi.

Sú nýbreytni mun verða að íbúarnir á reitnum við Austurbrú 10-18 munu geta nýtt sér þjónustu hótelsins á sérkjörum. Hér talar Magnea Þórey Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Bohemian hotels, sem mun reka hótelið, um hvernig nábýlið við hótelið geti gefið íbúum nýjan lífstíl:

Glæsilegt hótel í hjarta Akureyrar

Húsið við Hafnarstræti 82 mun verða hluti af nýju hóteli og verður endurgert að innan og tengt við nýbyggingu hótelsins með millibyggingu úr gleri. Mikill metnaður er lagður í hönnun hótelsins sem mun ásamt gistirýmum flagga stórum bar, veitingastað, heilsulind og glæsilegri móttöku.

Hótelið mun verða rekið undir merkjum alþjóðlegu hótelkeðjunnar Hilton og ber nafnið Skáld til heiðurs öllum skáldum norðurlands og mun leitast við að kynna íslenska ljóðlist fyrir innlendum og erlendum gestum hótelsins.

Austurbrú

86 ný gistirými ásamt frábærri aðstöðu

Hótelið mun bjóða upp á hágæða gistingu með 86 herbergi, svítur og íbúðir. Stefnan er tekin á að opna vorið 2026 og mun hótelið bjóða upp á ásamt veitingastað og bar, fundarrými, líkamsræktarstöð og útsýnissvalir.

Þá er sagan á bak við nafngiftina skemmtileg og enginn eins vel fallin til þess að segja frá því en Magnea og við gefum henni hér aftur orðið: