Heimili við hafið

Einstakar útsýnisíbúðir í hjarta Akureyrar þar sem íbúar hafa stúkusæti yfir síbreytilegt svið Pollsins í innsta hluta Eyjafjarðar. Þar í seilingarfjarlægð geta svamlað hvalir á góðum degi, brettafólk æft sig eða krakkar dundað sér við að skerpa siglingahæfnina.

Lúxusíbúðir staðsettar í hjarta Akureyrar, í göngufæri við iðandi miðbæinn með verslanir og veitingastaði. Þá tekur það aðeins 12 mínútur að ganga að menningarhúsinu Hofi þar sem hægt er að njóta alls þess besta í menningu Norðurlands og enn nærri er Leikfélag Akureyrar sem má segja að sé nánast staðsett í bakgarðinum.

Austurbrú

Þjónusta hótelsins stendur íbúum til boða

Sú nýlunda á sér stað að íbúar við Austrbrú geta nýtt sér þjónustu hótelsins á sérkjörum. Magena Þórey Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Bohemian hotles segir að þarna verði tækifæri til þess að skapa einstakt samfélag þar sem íbúarnir hafi aðgang að því sem hótelið hefur uppá að bjóða.

Á milli hótelsins og íbúðanna eru einstkaklega fallegur miðgarður og þar undir er glæsileg bílageymsla þar sem innangegnt er á milli íbúðanna og hótelsins.

Þetta er einstakt og ekki vitað til þess að þetta hafi verið gert áður úti á landi. Magnea sér fyrir sér að þetta muni gefa tækifæri fyrir nýjann lífstíl og segir hún hér frá hótelinu:

Skáld hótel Akureyri
AusturbrúAusturbrú

Frábær staðsetning

Staðsetningin býður íbúum við Austurbrú uppá einstök gæði. Nálægðin við hafið, miðbæinn og alla menningarstarfsemi gefur tilefni fyrir bíllausan lífstíl, en þurfi fólk að leita lengra þá er frítt í strætó á Akureyri.

Í göngufjarlægð eru miðbærinn með iðandi mannlífi ásamt leikhúsinu og menningarhúsið Hof. Þá er sundlaugin á næsta leiti ásamt Listagilinu sem hýsir Listasafn Akureyrar.

Skoðaðu hvað er í næsta umhverfi:

UMHVERFI

Bæjarbragur

Akureyri ber með stolti nafnbótina höfuðstaður Norðurlands enda er hún stærsti þéttbýliskjarninn utan höfuðborgarsvæðisins. Á þessu ári er gert ráð fyrir að fjöldi bæjarbúa fari yfir 20.000 og skartar bærinn meðal annars Háskóla og tveimur framhaldsskólum. Mesta djásn Akureyrar er án efa skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, en aðstaðan þar þykir ein sú besta á landinu. Bærinn er einnig þekktur fyrir einmuna veðurblíðu yfir sumartímann.

UMHVERFI

Einstök þjónusta

Byggingarnar sem rísa Hafnarstrætis megin á reitnum munu hýsa glæsilegt hótel búið veitingastað og kokteilbar. Vilji íbúarnir njóta þjónustu hótelsins er hægt í góðu veðri að rölta yfir í gegn um garðinn en blási hann af norðri er innangegnt um bílakjallarann.

Við Austurbrún 10-14 verða 35 íbúðir og eru þær allar með verönd eða svalir. Gluggarnir nema við gólf fyrir óhefta dagsbirtu og útsýni. Flestum íbúðunum fylgir einkastæði í bílakjallara og þar eru einnig hjólageymsla og geymslur. Lyftur eru í öllum stigahúsum og gott aðgengi fyrir hjólastóla og barnavagna.

 

VERKEFNIÐ
Austurbrú