Einstakar útsýnisíbúðir í hjarta Akureyrar þar sem íbúar hafa stúkusæti yfir síbreytilegt svið Pollsins í innsta hluta Eyjafjarðar. Þar í seilingarfjarlægð geta svamlað hvalir á góðum degi, brettafólk æft sig eða krakkar dundað sér við að skerpa siglingahæfnina.
Lúxusíbúðir staðsettar í hjarta Akureyrar, í göngufæri við iðandi miðbæinn með verslanir og veitingastaði. Þá tekur það aðeins 12 mínútur að ganga að menningarhúsinu Hofi þar sem hægt er að njóta alls þess besta í menningu Norðurlands og enn nærri er Leikfélag Akureyrar sem má segja að sé nánast staðsett í bakgarðinum.
Staðsetningin býður íbúum við Austurbrú uppá einstök gæði. Nálægðin við hafið, miðbæinn og alla menningarstarfsemi gefur tilefni fyrir bíllausan lífstíl, en þurfi fólk að leita lengra þá er frítt í strætó á Akureyri.
Í göngufjarlægð eru miðbærinn með iðandi mannlífi ásamt leikhúsinu og menningarhúsið Hof. Þá er sundlaugin á næsta leiti ásamt Listagilinu sem hýsir Listasafn Akureyrar.
Skoðaðu hvað er í næsta umhverfi:
UMHVERFIAkureyri ber með stolti nafnbótina höfuðstaður Norðurlands enda er hún stærsti þéttbýliskjarninn utan höfuðborgarsvæðisins. Á þessu ári er gert ráð fyrir að fjöldi bæjarbúa fari yfir 20.000 og skartar bærinn meðal annars Háskóla og tveimur framhaldsskólum. Mesta djásn Akureyrar er án efa skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, en aðstaðan þar þykir ein sú besta á landinu. Bærinn er einnig þekktur fyrir einmuna veðurblíðu yfir sumartímann.
UMHVERFIByggingarnar sem rísa Hafnarstrætis megin á reitnum munu hýsa glæsilegt hótel búið veitingastað og kokteilbar. Vilji íbúarnir njóta þjónustu hótelsins er hægt í góðu veðri að rölta yfir í gegn um garðinn en blási hann af norðri er innangegnt um bílakjallarann.
Við Austurbrún 10-14 verða 35 íbúðir og eru þær allar með verönd eða svalir. Gluggarnir nema við gólf fyrir óhefta dagsbirtu og útsýni. Flestum íbúðunum fylgir einkastæði í bílakjallara og þar eru einnig hjólageymsla og geymslur. Lyftur eru í öllum stigahúsum og gott aðgengi fyrir hjólastóla og barnavagna.
VERKEFNIÐ